Strangtrúaðir netverjar Auður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun