Pistillinn sem aldrei varð Sara MacMahon skrifar 28. maí 2013 07:00 Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun