Elsku bestu Reykvíkingar BIN-hópurinn skrifar 12. júní 2013 08:52 Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun