Fríverslun en áfram tvítollun Margrét Kristmannsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk verslun og íslenskir neytendur hafa í langan tíma búið við tvítollun á mörgum vörum. Til að útskýra ástæðu þess í örstuttu máli þá leggur ESB verndartolla á margar vörur sem fluttar eru inn til Evrópu. Íslenski markaðurinn er það lítill að fyrirtæki flytja sjaldan inn stórar sendingar í gámavís frá Kína til dæmis, heldur kemur megnið af innflutningi okkar frá löndum í ESB. Þegar vörur koma hingað frá ESB með uppruna utan svæðisins þá eiga birgjar okkar í Evrópu að fá þennan ytri toll endurgreiddan – en flækjustigið er svo hátt að nær allir birgjar í Evrópu neita að standa í því og velta kostnaðinum einfaldlega yfir á okkur. Því lenda fyrirtæki á Íslandi í því að greiða tollinn tvisvar, fyrst inn á ESB-svæðið og svo aftur hér heima, sem hækkar vöruverð til Íslendinga algjörlega að óþörfu. Noregur er í sömu stöðu og við og því sendi SVÞ ásamt systursamtökum sínum í Noregi erindi til Brussel þar sem þess var formlega farið á leit við ESB að það einfaldaði endurgreiðsluferlið. Var vitað að þetta yrði erfið brekka enda gefur fyrsta svar frá Brussel ekki tilefni til bjartsýni. Að leysa þetta mál gæti hins vegar lækkað vöruverð sem við Íslendingar greiðum verulega enda eru tollarnir t.d.: Fatnaður og skór 15%, búsáhöld 10%, leikföng 10%, húsgögn 10%, reiðhjól 10%, hjólbarðar 10% og raftæki 7-15%. Íslenskir neytendur borga því meira en þeir ættu að gera fyrir þessar vörur án nokkurra gildra ástæðna, eingöngu vegna flækjustigs kerfisins. Íslenskir innflytjendur urðu bjartsýnir þegar fríverslunarsamningur við Kína var undirritaður í vor. Vitað er að margar vörur sem fluttar eru hingað til lands eru framleiddar í Kína og töldu flestir að þannig væri vandinn í sambandi við tvítollunina að nokkru leystur. SVÞ fékk það hins vegar staðfest í síðustu viku frá tollayfirvöldum hér heima að niðurfelling tolla mun eingöngu eiga sér stað þegar um beinan innflutning frá Kína er að ræða. Tollfrelsið glatist hafi vara verið tollafgreidd inn á yfirráðasvæði annars ríkis. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir innflytjendur en ættu að vera ekki síður mikil vonbrigði fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili. Slagurinn við óréttlæti tvítollunar heldur því áfram.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun