Fleiri megavött með nýrri tækni Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2013 06:00 Uppsett afl er 303 megavött. Nú eru framleidd 276 megavött í virkjuninni, en meiri gufu þarf til að halda uppi fullum afköstum. Til þess vill Orkuveitan tengja virkjunina við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn. Sú framkvæmd þarf líklega að fara í umhverfismat. Fréttablaðið/gva Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma. Fréttaskýringar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma.
Fréttaskýringar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira