Skoðun

Ágætir okurvextir?

Gauti Kristmannsson skrifar

Leiðari Fréttablaðsins í gær setti fram þá kenningu að ekkert væri að góðum hagnaði bankanna, enda væru þeir að hluta til í eigu almennings. Maður spyr sig samt spurningarinnar hver borgar á meðan tíðindi af afskriftum upp á milljarða eru nánast daglegt brauð. Á sama tíma fá viðskiptavinir bankanna tilkynningar um vaxtahækkanir á húsnæðislánum.



Íslandsbanki var að senda út „Tilkynningu um vaxtaendurskoðun“ þar sem vextir á verðtryggðum lánum eru hækkaðir úr 4,15% í 4,85%. Á móti eru boðin lán til „endurfjármögnunar“ og virðast sum þeirra meira að segja vera á töluvert betri kjörum. En hundurinn liggur grafinn í smáa letrinu þar sem segir: „Hafi húsnæðislán verið með greiðslujöfnun fellur hún niður samhliða endurfjármögnun.“ Hér á að ná til baka því sem teygt var í fyrir aðframkomna lántakendur sem urðu fyrir forsendubrestinum fræga.



Þannig að á meðan nefndir ríkisstjórnarinnar eru að ræða leiðir til að leiðrétta þann forsendubrest er Íslandsbanki a.m.k. byrjaður að leiðrétta á móti og það fyrir fram. Á að hafa landsmenn að fíflum eina ferðina enn?




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×