Alhliða fjárfestingu þarf í ferðaþjónustu Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2013 10:30 Ferðaþjónusta á Íslandi í hnotskurn? Byggja þarf upp innviði til að taka á móti einni til tveimur milljónum ferðamanna á næstu árum. Til þess eigum við langt í land. fréttablaðið/vilhelm Meiriháttar fjárfesting þarf að koma til í innviðum íslenskrar ferðaþjónustu á næstu árum ef svara á fjölgun erlendra ferðamanna ár frá ári. Ekkert minna en þjóðaráætlun þarf til ef uppbygging á að vera í samræmi við líklega fjölgun. Fjölgun ferðamanna var 22% á milli ára í lok ágúst. Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, segir að núna sé horft til þess að vöxtur ferðaþjónustunnar verði sex til sjö prósent á ári, næstu árin. Rannsóknir á vegum Íslandsstofu sýni að ferðamannastaður eins og Ísland toppi á einhverjum tímapunkti, og því ekki hægt að reikna þennan vöxt til langrar framtíðar. „En það er eitt sem er alveg öruggt og það er að mikil þörf, sem fer vaxandi, er fyrir fjárfestingu í greininni.“ Þórður vitnar til rannsóknar PKF viðskiptaráðgjafar í Bretlandi þar sem kom fram að fjöldi ferðamanna á Íslandi væri ekki lengur það sem horfa ætti til, heldur að fjölga þeim sem eru eyðsluglaðari. Markaðsstarf til framtíðar ætti að taka hliðsjón af því. „En þessi hópur gerir kröfur um aðstöðu og aðbúnað í hæsta gæðaflokki og fjárfestingin sem þarf að koma til er í samræmi við það,“ segir Þórður. „Sameiginleg framtíðarsýn þeirra sem að þessu koma er mikilvæg og má segja að til þurfi þjóðaráætlun, svo allir séu að vinna að sama markmiði.“ Þórður bendir á að æskilegt sé að ríkið komi að uppbyggingu nýrra áfangastaða með því að gefa út að viðkomandi svæði séu fyrirhuguð til uppbyggingar. Það snerti samgöngur, aðbúnað og fleira. „Þannig má laða að fjárfestingu að svæðunum eftir að búið er að undirbúa jarðveginn í skipulagsmálum og fleiru.“ Spurður um tölur í þessu samhengi segir Þórður þær ekki liggja fyrir en um tugmilljarða sé að ræða til næstu ára. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega að ef vöxtur ferðaþjónustunnar héldist að jafnaði út áratuginn eins og í ár, þá komi rúmlega tvær milljónir erlendra ferðamanna til landsins árið 2020. Má í því sambandi minna á það að árið 2011 þótti mönnum rétt að landsmenn stefndu á að taka á móti milljón ferðamönnum árið 2020. „Það var leikur að tölum en það koma nú samt milljón ferðamenn til landsins árið 2015. Ekkert bendir til annars,“ segir Gunnar Valur og bætir við að í ágúst hafi vöxturinn á milli ára verið kominn í 22%. Hann segir að þróunin gefi tilefni til þess að innviðir ferðaþjónustunnar verði stórlega bættir og greinin verði að fá stuðning til að bregðast við. Svo hratt fjölgi ferðamönnum að bregðast verði við án tafar. Gunnar Valur segir allt undir; hvernig þessum fjölda fólks verði komið til landsins og síðan hvernig eigi að koma fólkinu um landið. Svara þurfi því hvernig uppbygging samgangna eigi að verða í þessu samhengi og öll skipulagning á einstökum svæðum. Um þetta hafi verið rætt í löngu máli, til dæmis gjaldtöku við náttúruperlur. „Innviðirnir eru lykilorðið hérna. Á sama tíma höfum við ekki aðgang að rannsóknum um hvernig þetta verður best gert. Það verður til dæmis að svara því hvað við eigum að gefa öllu þessu fólki að borða, og hvernig. Erum við með nóg af lambakjöti í landinu, ef við mátum okkur við 1,5 til tvær milljónir ferðamanna á ári. Ég er ekki viss um það,“ segir Gunnar Valur. „Hvað eigum við af starfsfólki til að sinna þessu verkefni, og svo framvegis.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á að ef fjárfesting í innviðum kemur ekki til á risaskala þá sé umhverfisslys í uppsiglingu. Alþekkt sé að þolmörk viðkvæmra náttúrusvæða séu þegar brostin. Innleiða verði nýja hugsun í greinina sem lýtur lögmálum sjálfbærrar nýtingar. Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Meiriháttar fjárfesting þarf að koma til í innviðum íslenskrar ferðaþjónustu á næstu árum ef svara á fjölgun erlendra ferðamanna ár frá ári. Ekkert minna en þjóðaráætlun þarf til ef uppbygging á að vera í samræmi við líklega fjölgun. Fjölgun ferðamanna var 22% á milli ára í lok ágúst. Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, segir að núna sé horft til þess að vöxtur ferðaþjónustunnar verði sex til sjö prósent á ári, næstu árin. Rannsóknir á vegum Íslandsstofu sýni að ferðamannastaður eins og Ísland toppi á einhverjum tímapunkti, og því ekki hægt að reikna þennan vöxt til langrar framtíðar. „En það er eitt sem er alveg öruggt og það er að mikil þörf, sem fer vaxandi, er fyrir fjárfestingu í greininni.“ Þórður vitnar til rannsóknar PKF viðskiptaráðgjafar í Bretlandi þar sem kom fram að fjöldi ferðamanna á Íslandi væri ekki lengur það sem horfa ætti til, heldur að fjölga þeim sem eru eyðsluglaðari. Markaðsstarf til framtíðar ætti að taka hliðsjón af því. „En þessi hópur gerir kröfur um aðstöðu og aðbúnað í hæsta gæðaflokki og fjárfestingin sem þarf að koma til er í samræmi við það,“ segir Þórður. „Sameiginleg framtíðarsýn þeirra sem að þessu koma er mikilvæg og má segja að til þurfi þjóðaráætlun, svo allir séu að vinna að sama markmiði.“ Þórður bendir á að æskilegt sé að ríkið komi að uppbyggingu nýrra áfangastaða með því að gefa út að viðkomandi svæði séu fyrirhuguð til uppbyggingar. Það snerti samgöngur, aðbúnað og fleira. „Þannig má laða að fjárfestingu að svæðunum eftir að búið er að undirbúa jarðveginn í skipulagsmálum og fleiru.“ Spurður um tölur í þessu samhengi segir Þórður þær ekki liggja fyrir en um tugmilljarða sé að ræða til næstu ára. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega að ef vöxtur ferðaþjónustunnar héldist að jafnaði út áratuginn eins og í ár, þá komi rúmlega tvær milljónir erlendra ferðamanna til landsins árið 2020. Má í því sambandi minna á það að árið 2011 þótti mönnum rétt að landsmenn stefndu á að taka á móti milljón ferðamönnum árið 2020. „Það var leikur að tölum en það koma nú samt milljón ferðamenn til landsins árið 2015. Ekkert bendir til annars,“ segir Gunnar Valur og bætir við að í ágúst hafi vöxturinn á milli ára verið kominn í 22%. Hann segir að þróunin gefi tilefni til þess að innviðir ferðaþjónustunnar verði stórlega bættir og greinin verði að fá stuðning til að bregðast við. Svo hratt fjölgi ferðamönnum að bregðast verði við án tafar. Gunnar Valur segir allt undir; hvernig þessum fjölda fólks verði komið til landsins og síðan hvernig eigi að koma fólkinu um landið. Svara þurfi því hvernig uppbygging samgangna eigi að verða í þessu samhengi og öll skipulagning á einstökum svæðum. Um þetta hafi verið rætt í löngu máli, til dæmis gjaldtöku við náttúruperlur. „Innviðirnir eru lykilorðið hérna. Á sama tíma höfum við ekki aðgang að rannsóknum um hvernig þetta verður best gert. Það verður til dæmis að svara því hvað við eigum að gefa öllu þessu fólki að borða, og hvernig. Erum við með nóg af lambakjöti í landinu, ef við mátum okkur við 1,5 til tvær milljónir ferðamanna á ári. Ég er ekki viss um það,“ segir Gunnar Valur. „Hvað eigum við af starfsfólki til að sinna þessu verkefni, og svo framvegis.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á að ef fjárfesting í innviðum kemur ekki til á risaskala þá sé umhverfisslys í uppsiglingu. Alþekkt sé að þolmörk viðkvæmra náttúrusvæða séu þegar brostin. Innleiða verði nýja hugsun í greinina sem lýtur lögmálum sjálfbærrar nýtingar.
Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira