Hlýnunin ótvírætt mannanna verk Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2013 09:00 Veðuröfgar af áður óþekktri stærðargráðu, verða að óbreyttu fylgifiskar veðurfarsbreytinga á næstu áratugum. nordicphotos/gettyimages Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira