Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun