Kjarasamningur framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar