Fíll í felum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2014 06:00 Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar