Gates endurheimtir efsta sætið Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 18:36 Bill Gates hefur verið efstur á listanum fimmtán sinnum á síðustu tuttugu árum. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira