Fremstu frumkvöðlar Sequoia saman á mynd Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 28. mars 2014 12:03 Elon Musk, forstjóri Tesla Motors er einn þeirra sem Sequoia hefur fjármagnað. Hér kynnir hann rafmagnsbílinn Tesla Model S. Vísir/AFP Áhættufjárfestingafyrirtækið stórtæka Sequoia Capital hefur stutt við bakið á ófáu frumkvöðlafyrirtækinu í gegnum árin. Ber þar að nefna Apple, Cisco Systems og Yahoo. Einnig hefur Sequoia fjármagnað byltingarkennd sprotafyrirtæki eins og WhatsApp, Airbnb og Dropbox. Sequoia hefur til að mynda leitt fjármögnun á íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla sem hannaði spurningaleikinn vinsæla, QuizUp. Sequoia auk annarra fjárfestingafyrirtækja fjármögnuðu Plain Vanilla um 22 milljónir bandaríkjadala, eða um 2.5 milljarða króna. Þrettán frumkvöðlar sem hafa staðið sig í tæknibransanum eftir að Sequoia hefur styrkt þá hittust í verksmiðju Tesla Motors í Kaliforníu fyrir hópmynd í viðskiptatímaritið Forbes. 1. Jerry Yang, meðstofnandi leitarvélarinnar Yahoo. Nú er hann áhættufjárfestir og varaformaður stjórnar Stanford-háskóla. Eignaðist 2.1 milljarða bandaríkjadala eða 238,35 milljarða íslenskra króna sem meðstofnandi Yahoo. 2. Chad Hurley, Meðstofnandi Youtube. Seldi Youtube til Google árið 2006. Hann hrósar Google fyrir að halda fyrirtækinu á stöðugri vaxatarbraut. Setti á laggirnar myndklippingarsíðuna Mixbit á síðasta ári.3. Julia Hartz, forseti og meðstofnandi miðasölufyrirtækisins Eventbrite. Hljómsveitir, leikhús og umboðsmenn skemmtikrafta nýta sér hennar tækni til að selja miða á atburði fyrir milljarð dollara eða 113 milljarða króna árlega.4.Jan Koum, stofnandi og forstjóri WhatsApp. Fjarskipta- og skilaboðafyrirtækið hefur verið keypt af Facebook, en Koum krækir sér í litla 6.8 milljarða bandaríkjadala fyrir þá sölu, eða um 772 milljarða íslenskra króna.5. Max Levchin, fyrrum tækniformaður netgreiðsluþjónustunnar PayPal. Vinnur sem rágjafi hjá Sequoia. Honum var gefinn skræpóttur, köflóttur jakki í fyrra sem viðurkenning fyrir störf hans í þágu fyrirtækisins.6. Reid Hoffman, stjórnarformaður LinkedIn. Menntaður í heimspeki hjá Stanford-háskóla og áhættufjárfestir hjá Gryelock. Eigur Hoffman eru taldar vera rúmir 3.6 milljarðar bandaríkjadala, eða 407 milljarðar íslenskra króna.Frumkvöðlarnir samankomnir á mynd í grein Forbes.Vísir/Skjáskot7. Arash Ferdowsi, meðstofnandi Dropbox. Flosnaði upp úr MIT-háskóla en bjó til sína fyrstu tölvu aðeins 10 ára gamall. Örfáum klukkustundum eftir að hann kynntist Drew Houston, meðstofnanda hans samþykkti hann að koma Dropbox á fót.8. John Chambers, framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Cisco. Chambers er stundum kallaður járnmaður Sílikondalsins, en hann hefur stýrt Cisco í 19 ár. Hann segir Don Valentine, stofnanda Sequoia hafa ráðlagt sér að kaupa mörg fyrirtæki, en varast að klúðra fyrstu kaupunum. Þau væru varhugaverðust.9. Brian Chesky, meðstofnandi heimagistingafyrirtækisins Airbnb sem hefur verið að sundra hótelbransanum. Nýjasta fjármögnun hans mun verðleggja Airbnb á 10 milljarða bandaríkjadala, eða um 1133 milljarða króna.10. Elon Musk, forstjóri og stofnandi rafbílafyrirtæksins Tesla Motors og SpaceX, fyrirtæki sem þróar endurnýtanlegar geimflaugar. Musk vann með Sequoia þegar hann stofnaði það sem seinna varð Paypal.11. Adi Tatarko, meðstofnandi Houzz. Sequoia elskar fyrirtæki sem byggja á þörfum stofnenda sinna.Tatarko þurfti betri hugmyndir fyrir innanhúshönnun heimilis síns, en Houzz veitir nú þá þjónustu fyrir milljónir heimila í Bandaríkjunum.12. Kevin Systrom, meðstofnandi Instagram. Hann neitaði starfi hjá Facebook árið 2005. Það var sannarlega viturleg ákvörðun, því árið 2012 græddi hann fúlgur fjár er hann seldi Instagram til Facebook fyrir milljarð bandaríkjadala, eða 113 milljarða króna.13. Fred Luddy, stofnandi ServiceNow. ServiceNow selur hugbúnað til fyrirtækja. Luddy er verkfræðingur sem elskar að byggja hluti. Hann lét af störfum sem forstjóri þar sem hann langaði ekki að vera á fundum daglangt. Nánar má lesa um úttektina á grein Forbes. Tengdar fréttir Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. 20. nóvember 2013 19:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Áhættufjárfestingafyrirtækið stórtæka Sequoia Capital hefur stutt við bakið á ófáu frumkvöðlafyrirtækinu í gegnum árin. Ber þar að nefna Apple, Cisco Systems og Yahoo. Einnig hefur Sequoia fjármagnað byltingarkennd sprotafyrirtæki eins og WhatsApp, Airbnb og Dropbox. Sequoia hefur til að mynda leitt fjármögnun á íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla sem hannaði spurningaleikinn vinsæla, QuizUp. Sequoia auk annarra fjárfestingafyrirtækja fjármögnuðu Plain Vanilla um 22 milljónir bandaríkjadala, eða um 2.5 milljarða króna. Þrettán frumkvöðlar sem hafa staðið sig í tæknibransanum eftir að Sequoia hefur styrkt þá hittust í verksmiðju Tesla Motors í Kaliforníu fyrir hópmynd í viðskiptatímaritið Forbes. 1. Jerry Yang, meðstofnandi leitarvélarinnar Yahoo. Nú er hann áhættufjárfestir og varaformaður stjórnar Stanford-háskóla. Eignaðist 2.1 milljarða bandaríkjadala eða 238,35 milljarða íslenskra króna sem meðstofnandi Yahoo. 2. Chad Hurley, Meðstofnandi Youtube. Seldi Youtube til Google árið 2006. Hann hrósar Google fyrir að halda fyrirtækinu á stöðugri vaxatarbraut. Setti á laggirnar myndklippingarsíðuna Mixbit á síðasta ári.3. Julia Hartz, forseti og meðstofnandi miðasölufyrirtækisins Eventbrite. Hljómsveitir, leikhús og umboðsmenn skemmtikrafta nýta sér hennar tækni til að selja miða á atburði fyrir milljarð dollara eða 113 milljarða króna árlega.4.Jan Koum, stofnandi og forstjóri WhatsApp. Fjarskipta- og skilaboðafyrirtækið hefur verið keypt af Facebook, en Koum krækir sér í litla 6.8 milljarða bandaríkjadala fyrir þá sölu, eða um 772 milljarða íslenskra króna.5. Max Levchin, fyrrum tækniformaður netgreiðsluþjónustunnar PayPal. Vinnur sem rágjafi hjá Sequoia. Honum var gefinn skræpóttur, köflóttur jakki í fyrra sem viðurkenning fyrir störf hans í þágu fyrirtækisins.6. Reid Hoffman, stjórnarformaður LinkedIn. Menntaður í heimspeki hjá Stanford-háskóla og áhættufjárfestir hjá Gryelock. Eigur Hoffman eru taldar vera rúmir 3.6 milljarðar bandaríkjadala, eða 407 milljarðar íslenskra króna.Frumkvöðlarnir samankomnir á mynd í grein Forbes.Vísir/Skjáskot7. Arash Ferdowsi, meðstofnandi Dropbox. Flosnaði upp úr MIT-háskóla en bjó til sína fyrstu tölvu aðeins 10 ára gamall. Örfáum klukkustundum eftir að hann kynntist Drew Houston, meðstofnanda hans samþykkti hann að koma Dropbox á fót.8. John Chambers, framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Cisco. Chambers er stundum kallaður járnmaður Sílikondalsins, en hann hefur stýrt Cisco í 19 ár. Hann segir Don Valentine, stofnanda Sequoia hafa ráðlagt sér að kaupa mörg fyrirtæki, en varast að klúðra fyrstu kaupunum. Þau væru varhugaverðust.9. Brian Chesky, meðstofnandi heimagistingafyrirtækisins Airbnb sem hefur verið að sundra hótelbransanum. Nýjasta fjármögnun hans mun verðleggja Airbnb á 10 milljarða bandaríkjadala, eða um 1133 milljarða króna.10. Elon Musk, forstjóri og stofnandi rafbílafyrirtæksins Tesla Motors og SpaceX, fyrirtæki sem þróar endurnýtanlegar geimflaugar. Musk vann með Sequoia þegar hann stofnaði það sem seinna varð Paypal.11. Adi Tatarko, meðstofnandi Houzz. Sequoia elskar fyrirtæki sem byggja á þörfum stofnenda sinna.Tatarko þurfti betri hugmyndir fyrir innanhúshönnun heimilis síns, en Houzz veitir nú þá þjónustu fyrir milljónir heimila í Bandaríkjunum.12. Kevin Systrom, meðstofnandi Instagram. Hann neitaði starfi hjá Facebook árið 2005. Það var sannarlega viturleg ákvörðun, því árið 2012 græddi hann fúlgur fjár er hann seldi Instagram til Facebook fyrir milljarð bandaríkjadala, eða 113 milljarða króna.13. Fred Luddy, stofnandi ServiceNow. ServiceNow selur hugbúnað til fyrirtækja. Luddy er verkfræðingur sem elskar að byggja hluti. Hann lét af störfum sem forstjóri þar sem hann langaði ekki að vera á fundum daglangt. Nánar má lesa um úttektina á grein Forbes.
Tengdar fréttir Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. 20. nóvember 2013 19:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið. 20. nóvember 2013 19:00