Járndómarinn Bavetta kominn með 2633 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 23:30 Vísir/Getty Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira