Hvaðan kom öll þessi heimska? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. apríl 2014 14:06 Í ljósi nýlegra ummæla forsætisráðherra um væntanlegan gróða Íslendinga á loftslagsbreytingunum, eða öllu heldur umhverfiskrísunni sem nú þegar dregur fjölda manns til dauða ár hvert, og athugasemda nettrölla þar af leiðandi um að það sé gleðilegt að hann sjái björtu hliðarnar í myrkrinu, verð ég að horfast í augu við staðreynd sem ég hef vitað um stund en ekki viljað horfast í augu við: Við Íslendingar erum margir hverjir heimskir. Ég tala þá ekki um greindarvísitölu eða slíkt, heldur um uppruna orðsins, höfum verið of mikið heima. Að sjá ekki heildarmyndina, heimsmyndina. Að vanta samkennd, víðsýni, skilning, og framar öllu að vanta alla samstöðu. Ég sló upp orðinu solidarity á Wikipedia til að finna íslenska merkingu orðsins (magnað að ég þurfti að slá því upp, hér í Noregi heyri ég orðið solidaritet notað að minnsta kosti vikulega), en fann enga íslenska síðu yfir orðið. Það kom svo sem ekki mikið á óvart, enda hugtak sem sjaldan er notað í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vel að þýða orðið sem samstaða. Þetta er gamalt hugtak sem hægt að rekja til Rómar hinnar fornu, og stóð þá fyrir skuldbindingu einstaklingsins til að borga, eða vinna fyrir heildina. Þetta stendur líka fyrir að hver einstaklingur sem er hluti af heild, ber ábyrgð á loforðum heildarinnar, ekki bara eigin loforðum. Fjarvera samstöðunnar flæddi eftir hrunið þegar orðin «ég neita að borga fyrir skuldir óreiðmanna» bergmáluðu í björgum landsins. Það gleymdist að við höfðum kosið þá yfir okkur án nokkurs aðhalds, og svo lengi sem við græddum svo mikið að peningarnir láku út úr endaþarminum í sætin á sex milljón króna jeppanum var okkur skítsama um hvernig góðærið varð til. Svo notuðum við bara hinn jeppann á meðan sætin fóru í hreinsun. Nei nei, ég segi svona, en þið vitið hvað ég meina. Það var ekki fyrr enn að borguninni kom að við urðum brjáluð. Í dag gerist þetta aftur í endurgreiðslum til fólks sem tók húsnæðislán á sínum tíma, fólk sem þá á íbúðir og vinnur sennilega fulla vinnu. Ég er stúdent, ég á ekkert, en ég tapaði mörgumhundruð þúsundum króna af sparifénu mínu sem var bundið í svokölluðum tryggum verðbréfum Eimskips. Ekki fæ ég krónu af þessu til baka. Það vantar alla hugmynd um samstöðu í íslenskt samfélag. Kannski er það vegna þess að við höfum svo mikið pláss, það var lengi vel langt á milli allra jarða. Þá er kannski þægilegt að hver hugsi bara um sig og engan annan. En gengur þetta til lengdar? Grunnstoðir velferðarsamfélaga er þessi hugmynd um samstöðu. Við grípum þig þegar þú hrasar, og þú grípur okkur. Og þetta virkar. Mest velferð er í þeim ríkjum í heiminum þar sem þessi hugmynd fær að ríkja í stjórnmálunum. Samstaða er til dæmis rótgróið hugtak í norsku þjóðarsálinni, sem ég kynntist fyrst þegar ég kom hingað í fyrsta sinn fyrir átta árum síðan og fannst sjálfsagt að troða mér framarlega í röð fyrir utan skemmtistað. Norska samferðarfólkinu mínu þótti þessi hegðun skammarleg og þrátt fyrir að þetta hafi komið mér inn á undan hinum þar sem ég gat keypt drykki sem voru tilbúnir á okkar eigin borði þegar hin komu inn fékk ég spurninguna: Hvernig heldur þú að samfélagið væri ef allir myndu alltaf reyna að troðast fremst í röðina? Siðfræðingurinn Immanuel Kant skrifaði um að siðferðileg hegðun byggðist á að koma fram við allar manneskjur sem markmið í sjálfu sér, með eigin drauma, vonir og þrár, sem þær vildu sækjast eftir. Með því að troðast fremst í röðina yfirsást mér að allir í röðinni vilja komast inn sem fyrst, allir eru að sækjast eftir mörgu af því sama. Hvaða rétt hafði ég til að troðast? Ég var svo hissa á þessari gagnrýni að ég hugsa enn um hana. Mér þótti sjálfsagt að troðast. Mér þótti sjálfsagt að taka eins mikið og ég gat borið ef eitthvað var ókeypis, mér þótti sjálfsagt að mínir hagsmunir kæmu á undan öðrum, alltaf. Ég var heimskur Íslendingur. En í hverskonar heimi myndum við lifa í ef allir hugsuðu svona, og öll lönd létu sér standa á sama um þróunarlöndin? Þróunarlöndin þar sem fátæktin er á margan hátt afurð misnotkunar vesturlandabúa og óréttlátrar heimsverslunar, en það er önnur saga. Er það heimur sem við viljum lifa í? Í heimi þar sem Ísland, eitt af ríkustu löndum í heimi, sker niður í þróunaraðstoð og græðir á þjáningum annarra í umhverfiskrísu sem getur endað með tortýmingu plánetunnar? Hvað með komandi kynslóðir og samstöðu með þeim? Okkur Íslendingum er svo sem skítsama. Við verðum löngu dauð svo það kemur ekki niður á okkur. Tilvistarstefnuheimspekingurinn Søren Kierkegaard var upptekinn af skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að geta kallast manneskja, frjáls einstaklingur. Til að vera frjáls manneskja þarft þú að taka ígrundaðar ákvarðanir sem þú berð ábyrgð á. Þú þarft að lifa með afleiðingunum og horfast í augu við þær. Þú þarft að skilja að þú getir breytt einhverju. Þetta er andhverfa þess að fljóta með straumnum, neita ábyrgð og vera tækifærissinni. Mér finnst vera kominn tími til að Íslendingar verði að ábyrgum manneskjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í ljósi nýlegra ummæla forsætisráðherra um væntanlegan gróða Íslendinga á loftslagsbreytingunum, eða öllu heldur umhverfiskrísunni sem nú þegar dregur fjölda manns til dauða ár hvert, og athugasemda nettrölla þar af leiðandi um að það sé gleðilegt að hann sjái björtu hliðarnar í myrkrinu, verð ég að horfast í augu við staðreynd sem ég hef vitað um stund en ekki viljað horfast í augu við: Við Íslendingar erum margir hverjir heimskir. Ég tala þá ekki um greindarvísitölu eða slíkt, heldur um uppruna orðsins, höfum verið of mikið heima. Að sjá ekki heildarmyndina, heimsmyndina. Að vanta samkennd, víðsýni, skilning, og framar öllu að vanta alla samstöðu. Ég sló upp orðinu solidarity á Wikipedia til að finna íslenska merkingu orðsins (magnað að ég þurfti að slá því upp, hér í Noregi heyri ég orðið solidaritet notað að minnsta kosti vikulega), en fann enga íslenska síðu yfir orðið. Það kom svo sem ekki mikið á óvart, enda hugtak sem sjaldan er notað í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vel að þýða orðið sem samstaða. Þetta er gamalt hugtak sem hægt að rekja til Rómar hinnar fornu, og stóð þá fyrir skuldbindingu einstaklingsins til að borga, eða vinna fyrir heildina. Þetta stendur líka fyrir að hver einstaklingur sem er hluti af heild, ber ábyrgð á loforðum heildarinnar, ekki bara eigin loforðum. Fjarvera samstöðunnar flæddi eftir hrunið þegar orðin «ég neita að borga fyrir skuldir óreiðmanna» bergmáluðu í björgum landsins. Það gleymdist að við höfðum kosið þá yfir okkur án nokkurs aðhalds, og svo lengi sem við græddum svo mikið að peningarnir láku út úr endaþarminum í sætin á sex milljón króna jeppanum var okkur skítsama um hvernig góðærið varð til. Svo notuðum við bara hinn jeppann á meðan sætin fóru í hreinsun. Nei nei, ég segi svona, en þið vitið hvað ég meina. Það var ekki fyrr enn að borguninni kom að við urðum brjáluð. Í dag gerist þetta aftur í endurgreiðslum til fólks sem tók húsnæðislán á sínum tíma, fólk sem þá á íbúðir og vinnur sennilega fulla vinnu. Ég er stúdent, ég á ekkert, en ég tapaði mörgumhundruð þúsundum króna af sparifénu mínu sem var bundið í svokölluðum tryggum verðbréfum Eimskips. Ekki fæ ég krónu af þessu til baka. Það vantar alla hugmynd um samstöðu í íslenskt samfélag. Kannski er það vegna þess að við höfum svo mikið pláss, það var lengi vel langt á milli allra jarða. Þá er kannski þægilegt að hver hugsi bara um sig og engan annan. En gengur þetta til lengdar? Grunnstoðir velferðarsamfélaga er þessi hugmynd um samstöðu. Við grípum þig þegar þú hrasar, og þú grípur okkur. Og þetta virkar. Mest velferð er í þeim ríkjum í heiminum þar sem þessi hugmynd fær að ríkja í stjórnmálunum. Samstaða er til dæmis rótgróið hugtak í norsku þjóðarsálinni, sem ég kynntist fyrst þegar ég kom hingað í fyrsta sinn fyrir átta árum síðan og fannst sjálfsagt að troða mér framarlega í röð fyrir utan skemmtistað. Norska samferðarfólkinu mínu þótti þessi hegðun skammarleg og þrátt fyrir að þetta hafi komið mér inn á undan hinum þar sem ég gat keypt drykki sem voru tilbúnir á okkar eigin borði þegar hin komu inn fékk ég spurninguna: Hvernig heldur þú að samfélagið væri ef allir myndu alltaf reyna að troðast fremst í röðina? Siðfræðingurinn Immanuel Kant skrifaði um að siðferðileg hegðun byggðist á að koma fram við allar manneskjur sem markmið í sjálfu sér, með eigin drauma, vonir og þrár, sem þær vildu sækjast eftir. Með því að troðast fremst í röðina yfirsást mér að allir í röðinni vilja komast inn sem fyrst, allir eru að sækjast eftir mörgu af því sama. Hvaða rétt hafði ég til að troðast? Ég var svo hissa á þessari gagnrýni að ég hugsa enn um hana. Mér þótti sjálfsagt að troðast. Mér þótti sjálfsagt að taka eins mikið og ég gat borið ef eitthvað var ókeypis, mér þótti sjálfsagt að mínir hagsmunir kæmu á undan öðrum, alltaf. Ég var heimskur Íslendingur. En í hverskonar heimi myndum við lifa í ef allir hugsuðu svona, og öll lönd létu sér standa á sama um þróunarlöndin? Þróunarlöndin þar sem fátæktin er á margan hátt afurð misnotkunar vesturlandabúa og óréttlátrar heimsverslunar, en það er önnur saga. Er það heimur sem við viljum lifa í? Í heimi þar sem Ísland, eitt af ríkustu löndum í heimi, sker niður í þróunaraðstoð og græðir á þjáningum annarra í umhverfiskrísu sem getur endað með tortýmingu plánetunnar? Hvað með komandi kynslóðir og samstöðu með þeim? Okkur Íslendingum er svo sem skítsama. Við verðum löngu dauð svo það kemur ekki niður á okkur. Tilvistarstefnuheimspekingurinn Søren Kierkegaard var upptekinn af skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að geta kallast manneskja, frjáls einstaklingur. Til að vera frjáls manneskja þarft þú að taka ígrundaðar ákvarðanir sem þú berð ábyrgð á. Þú þarft að lifa með afleiðingunum og horfast í augu við þær. Þú þarft að skilja að þú getir breytt einhverju. Þetta er andhverfa þess að fljóta með straumnum, neita ábyrgð og vera tækifærissinni. Mér finnst vera kominn tími til að Íslendingar verði að ábyrgum manneskjum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun