Gerum betur í Garðabæ Einar Karl Birgisson skrifar 27. maí 2014 09:00 Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar