Gerum betur í Garðabæ Einar Karl Birgisson skrifar 27. maí 2014 09:00 Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun