Er gaman að búa í Garðabæ? Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Rósanna Andrésdóttir skrifar 26. maí 2014 14:26 Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar