Gerðu eins og ég geri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2014 10:21 Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gerðu eins og ég geriÞað skiptir máli hvort við reimum á okkur hlaupaskóna og förum út að hlaupa eða hvort við bjóðum börnunum okkar í kvöldmat á skyndibitastað. Það segir mikið til um það hvernig við erum sem fyrirmyndir. Stundum hefur verið sagt að offita barna og hreyfingarleysi sé foreldravandamál. Við uppskerum nefnilega eins og við sáum. Óvíða hafa börn og fullorðnir jafn mikil tækifæri til þess að hreyfa sig eins og í Mosfellsbæ. Hér er öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem haldið er uppi af dugmiklum þátttakendum, sjálfboðaliðum og kröftugu foreldrastarfi. Við sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils og ætlum áfram að styðja það myndarlega og tryggja að samstarf við íþrótta- og tómstundafélög taki mið af uppeldis-, forvarnar- og félagslegum gildum. Við munum í komandi kosningum leita leiða til að halda þátttökugjöldum barna og unglinga hófstilltum í góðu samstarfi við félögin. Við viljum einnig leggja mikla áherslu á stuðning við afreksíþróttir í samvinnu við íþróttafélög bæjarins en afreksmenn eru fyrirmyndir og draga fleiri iðkendur inn í félögin. Einnig viljum við styðja við verkefni sem mæta óskum barna og unglinga sem finna sig ekki í venjubundnu starfi félaganna.Aðstöðumálin bættÁfram þarf að bæta aðstöðumál og fylgja eftir þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi forgangsröðun framkvæmda við íþróttamannvirki í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin. Íþróttasalur er risinn sem gjörbreyta mun aðstöðu fimleikabarna og barna sem stunda bardagaíþróttir. Þessar deildir munu hefja æfingar í nýrri aðstöðu í haust. Á næstu árum verður síðan lokið við að koma upp félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í nýju íþróttahúsi. Hið öfluga íþrótta- og tómstundastarf er mikilvægur þáttur í uppbyggingu heilsueflandi samfélags, sem Mosfellsbær hefur markað sér sérstöðu með, fyrst íslenskra sveitarfélaga. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp. Kannanir sýna að fólki finnst best að búa í Mosfellsbæ. Það skiptir máli hverjir stjórna.Fjölnota íþróttahúsFramundan eru verkefni sem snúa að áframhaldandi uppbyggingu tómstundamála hjá bæjarfélaginu. Áfram verður unnið að því að bæta aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, haldið verður áfram að bæta aðstöðuna við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá til að auka enn frekar á hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæjarbúa. Fyrir skömmu var skipaður starfshópur sem vinnur að því að þarfagreina og skoða möguleika á því að byggja fjölnota íþróttahús sem nýst gæti fyrir knattspyrnuiðkun og frjálsar íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðismenn hyggjast fylgja eftir niðurstöðu starfshópsins um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á næsta kjörtímabili nái þeir kjöri.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar