Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Randver Kári Randversson skrifar 31. júlí 2014 16:52 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur. Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
„Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur.
Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08