Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2014 19:30 Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28