Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. ágúst 2014 13:00 Eiríkur Jónsson hefur haldið úti vefsíðunni eirikurjonsson.is í á þriðja ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning. Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti allt í einu sautján milljónir,“ segir Eiríkur Jónsson um hlut sinn í vefsíðunni eirikurjonsson.is. Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að sextíu prósenta hlutur í vefsíðunni, sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar eins eiganda DV ehf, væri metinn tæpar 26 milljónir króna. Eiríkur á sjálfur fjörutíu prósenta hlut í vefsíðunni og því ætti hans hlutur að vera um 17 milljóna virði og síðan í heild sinni því metin á 43 milljónir króna. Í frétt RÚV kom enn fremur fram að Þorsteinn hafi notað sinn hlut sinn í eirikurjonsson.is til þess að greiða fyrir kaup á hlut í DV ehf. Hlutur Þorsteins í DV kostaði fjórtán milljónir króna og greiddi hann tíu milljónir í reiðufé og hafi hlutur hans í eirikurjonsson.is þá verið metinn á fjórar milljónir króna. Þorsteinn segist svo hafa notað sömu aðferðafræði til þess að reikna út verðmæti eirikurjonsson.is og notuð er til þess að reikna út virði DV.is. Þannig hafi hann fengið út að 60% hlutur sinn væri 26 milljóna króna virði. Það þyrfti þó ekki að endurspegla raunverulegt virði síðunnar.Hægt að reikna allt Í samtali við Vísi segir Eiríkur Jónsson að hægt sé að fá út allar niðurstöður sem menn vilja, þetta fari allt eftir reikniformúlunum. „Þarna eru notaðar sömu reiknikúnstir og notaðar eru til að reikna út virði annarra fjölmiðla. Þetta er sett inn í einhverja formúlu, sem allir nota virðist vera, og þá er þetta niðurstaðan. Ég hef aldrei komið nálægt þessu. Ég veit í raun ekkert meira um þetta.“ Hann bætir við: „Það er hægt að reikna allan andskotann. Það er hægt að reikna ríkisbúskapinn alveg upp úr öllu valdi. Það fer bara eftir því hvernig menn reikna. Ég veit ekkert um hvernig menn gerðu það. Ég hef aldrei reiknað þetta út.“ Eiríkur hafði ekki áður heyrt að sextíu prósenta hlutur í síðunni væri 26 milljóna króna virði. „Nei,nei ég hef aldrei heyrt þetta. Enda eru það einhverjir aðilar úti í bæ sem eiga þetta og þetta er matið á því. Þannig að þau fjörutíu prósent sem ég á eftir eru þá sautján milljóna króna virði,“ segir hann. Vísir sagði frá því í mars fyrir tveimur árum að vefur Eiríks væri kominn í loftið. Þá sagði fjölmiðlamaðurinn reyndi: „Þetta er nýr vefur sem byggir á löngum ferli mínum. Ég hef verið að blogga á Eyjunni með 35 til 40 þúsund lesendur á viku og þetta byggir á því. En það verður meira á síðunni og þetta verður nýstárlega sett upp." Þá kom fram að fjársterkir aðilar hefðu komið að stofnun hlutafélagsins Eiríkur Jónsson ehf. Þessir aðilar fengu sextíu prósenta hlut í hlutafélaginu og hélt Eiríkur eftir fjörutíu prósentum. Eiríkur bætir því nú við að hlutur hans í vefnum sé til sölu á sautján. „Hann er til sölu. Verður seldur alveg á staðnum fyrir þessa upphæð.“ Uppfært klukkan 14:01:Upphaflega stóð að 60% hlutur Þorsteins Guðnasonar hafi verið metinn á 43 milljónir, en það rétta er að vefsíðan í heild sinni var metin á þá upphæð. Þannig skiptast 43 milljónirnar sem vefsíðan er metin á (út frá ákveðnum forsendum) á milli félags í eigu Þorsteins annars vegar (26 milljónir) og Eiríks Jónssonar hins vegar (17 milljónir). Haft var samband við Eirík Jónsson og fréttinni breytt til að leiðrétta þennan misskilning.
Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira