Óljóst endatafl í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. ágúst 2014 08:35 Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun