Skrítin bókaþjóð Snæbjörn Brynjarsson & Kjartan Yngvi Björnsson skrifar 28. nóvember 2014 11:36 Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar