Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF skrifar 13. janúar 2014 07:00 Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar