Skrúfað fyrir bull Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2014 09:52 Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun