Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Hildur Sigurðardóttir er að daðra við þrennu í hverjum leik. Vísir/Daníel „Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2) Dominos-deild kvenna Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
„Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt og það eru ekki rosalega margar stelpur á Íslandi sem hafa gert það. Hún hefur sett allt annað til hliðar og það eina sem kemst að hjá henni er karfan,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, um fyrirliða og leikstjórnanda sinn, Hildi Sigurðardóttur, sem náði tvennum tímamótum á dögunum. Hildur rauf þá bæði fjögur þúsund stiga múrinn í efstu deild kvenna og komst upp fyrir Jón Arnar Ingvarsson á listanum yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna á Íslandi. Aðeins tvær konur voru meðlimir í fjögur þúsund stiga klúbbnum áður en Hildur tryggði sér aðganginn á dögunum. Birna Valgarðsdóttir bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á síðasta tímabili en þær hafa báðar komist yfir fimm þúsund stigin. Hildur lék fyrst í efstu deild með ÍR veturinn 1998-1999 og var þá kosin besti nýliðinn. Hún fór árið eftir yfir í KR þar sem hún hefur spilað stærstan hluta síns ferils. Hildur lék einnig með Grindavík og sem atvinnumaður í Svíþjóð en fyrir tæpum þremur árum kom hún heim í Stykkishólm og hóf að leika með Snæfelli. „Hún hefur alla tíð verið íþróttastelpa og aldrei liðið vel nema hún sé að æfa þótt skrokkurinn sé núna farinn að kalla aðeins á það að fara róa sig niður,“ segir Ingi Þór sem hefur hjálpað Hildi að sameina vinnu, skóla og körfuboltann í vetur. „Hún er leiðtogi fyrst og fremst í því hvernig hún spilar og hvernig hún leggur sig fram. Hún er ekki þessi „vókal“ týpa en það er samt að koma hjá henni. Tölurnar segja að hún sé ofboðslega góður leikstjórnandi og hún er líkamlega sterk. Hún hefur í gegnum tíðina lært að nýta sér íþróttahæfileika sína. Hún er góður íþróttamaður, þekkir skrokk sinn vel og þekkir jafnframt sín takmörk. Hún er ein af lykilmanneskjunum hjá mér. Ég er með góðan kjarna í höndunum en Hildur keyrir þetta áfram og stýrir þessu,“ segir Ingi. Hildur og félagar hafa fjögurra stiga forskot á toppi Dominos-deildar kvenna en liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína. Hildur er nálægt því að vera með þrennu að meðaltali en hún er með 15,1 stig, 7,7 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hildur er að ná þessum tímamótum bæði með því að skora og búa til fyrir liðsfélaga sína. „Hún býr mikið til og gerir það bæði í hraðaupphlaupum og á hálfum velli. Það er því ekki hægt að stoppa eitthvað eitt hjá henni,“ segir Ingi Þór að lokum.Hildur Sigurðardóttir í leik með Snæfelli í vetur. Vísir/VilhelmTölfræðin hjá Hildi Sigurðardóttur:Flest stig í efstu deild kvenna 1. Birna Valgarðsdóttir 5067 2. Anna María Sveinsdóttir 5005 3. Hildur Sigurðardóttir 4040 4. Linda Stefánsdóttir 3487 5. Kristrún Sigurjónsdóttir 3284 6. Guðbjörg Norðfjörð 3281 7. Hafdís Helgadóttir 3180 8. Alda Leif Jónsdóttir 2955Flestar stoðsendingar í efstu deild karla og kvenna 1. Hildur Sigurðardóttir 1417 2. Jón Arnar Ingvarsson 1393 3. Jón Kristinn Gíslason 1359 4. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 5. Sverrir Þór Sverrisson 1300 6. Teitur Örlygsson 1168 7. Justin Shouse 1121 8. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101Tölur Hildar í efstu deild Leikir - 308 Stig - 4040 (13,1 í leik) Fráköst - 2506 (8,1 í leik) Stoðendingar - 1417 (4,6 í leik)Stigaskor með liðum ÍR - 169 (8,9 í leik) KR - 2284 (13,0) Snæfell - 1003 (13,7) Grindavík - 584 (14,6)Stoðsendingar með liðum ÍR - 24 (1,3 í leik) KR - 793 (4,5) Snæfell - 450 (6,2)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira