Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn Þóra Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2014 06:00 Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónarmið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti.Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja einstaklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vináttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsamlegt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar