Sjálfs er höndin hollust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2014 06:00 Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun