Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2014 06:30 Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun