Hvaða spurning er á dagskrá? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. mars 2014 06:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist byrjaður að átta sig á því að ríkisstjórnin gerði alvarleg mistök þegar hún lagði fram í skyndi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina álits. „Það hefur komið mér á óvart hversu mikil viðbrögð hafa verið í þjóðfélaginu, en kannski hefði maður ekki átt að láta það koma sér á óvart í ljósi þess hvernig við höfum verið að þróa og þroska lýðræðið undanfarinn áratug,“ sagði Bjarni á Alþingi síðastliðið fimmtudagskvöld. „Ég tel að við eigum að læra af þessum viðbrögðum og þessi vinna þarf að eiga sér stað í nefndinni,“ sagði Bjarni og vísar þar til meðferðar málsins í utanríkismálanefnd. Formaður Sjálfstæðisflokksins dregur hins vegar kolrangar ályktanir af hinum hörðu viðbrögðum. Nýjasta hugmyndin hjá honum er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þá kosti að slíta viðræðunum, eins og ríkisstjórnin vill gera, eða hafa áframhaldandi viðræðuhlé. „Ég er hins vegar ekki sammála því sem margir telja að sé skynsamlegt að gera núna, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hluti sem ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá,“ sagði Bjarni á þingi og vísaði þar til kröfunnar um að kosið yrði um hvort aðildarviðræðunum verði haldið áfram eða þeim slitið. Þetta er algjörlega fráleitur málflutningur. Hver setti það á dagskrá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið? Það voru núverandi stjórnarflokkar, sem báðir höfðu það á stefnuskrá sinni. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Þar stóð ekki að halda ætti kosningu án þess að sá kostur að halda viðræðunum áfram væri á kjörseðlinum. Enda hefði það verið jafngalin hugmynd þá og það er núna. Núverandi ráðherrar flokksins ítrekuðu loforðið með þessu eða svipuðu orðalagi við mörg tækifæri í kosningabaráttunni. Það hefði líka verið hlegið að þeim á kosningafundunum ef þeir hefðu farið í svipaðar æfingar og formaður þeirra stendur í nú. Þeir rúmlega 51 þúsund kjósendur sem hafa sett nafn sitt við áskorun um að þjóðin fái að kjósa um að halda viðræðunum áfram eða slíta þeim eru fyrst og fremst að biðja um að staðið sé við það sem þeim hafði verið lofað. Að stjórnarflokkarnir komist ekki upp með að taka af dagskránni málið sem þeir settu þar sjálfir. Þessi krafa almennings er það sem utanríkismálanefnd verður að taka afstöðu til. Hún getur ekki kynnt fyrir þjóðinni einhverja furðuniðurstöðu, sem felur í sér að kjósendur fái ekki að taka afstöðu til spurningar um áframhald viðræðnanna. Þótt stjórnarflokkunum hafi legið ógurlega á með tillöguna um viðræðuslitin, virðast þeir núna vilja ræða þetta mál sem lengst í utanríkismálanefnd. Það er skrýtið, því að þeir hafa augljósa hagsmuni af því að klára það sem fyrst. Ef það liggur áfram í loftinu að svíkja eigi skýr kosningaloforð fer kosningabarátta þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vaskinn, eins og þegar sjást merki um. Þeir eiga engan annan kost en að hlusta á þjóðina og standa við það sem þeir lofuðu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun