Virkjum styrkleika í skólum Skúli Helgason skrifar 16. apríl 2014 07:00 Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar