Ræðum óttann Árni Páll Árnason skrifar 6. júní 2014 07:00 Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun