„Klárum lokaleikinn með sæmd“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2014 06:00 Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44