Réttur barna gagnvart fjölmiðlum Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2014 08:15 Hlutverk fjölmiðla er að veita upplýsingar og stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu í samfélaginu. Mikilvægt er að fjölmiðlar veiti raunsanna mynd af veruleikanum og axli sína ábyrgð gagnvart samfélaginu. En hvað er það sem greinir á milli hvort tiltekið efni á erindi við almenning eða ekki? Ættu málefni einstakra barna að vera til umfjöllunar? Hverjir eiga að vernda börn gegn skaðlegu efni?Börn fylgjast með Síðustu misserin hafa málefni tiltekinna skóla verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum landsins. Rætt hefur verið um einelti kennara, einelti barna gegn tilteknu barni, deilur foreldrahópa vegna eineltismála, prófstuld í unglingadeild tiltekins skóla og þar fram eftir götunum. Þessi fjölmiðlaumfjöllun fer ekki fram hjá börnunum okkar – þvert á móti. Nýjasta SAFT-rannsóknin frá árinu 2013 (SAFT er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi og stendur fyrir: Samfélag, fjölskylda og tækni) sýnir að börn eru upplýstari en foreldrar þeirra halda og skoða t.d. fréttasíður á netinu í meiri mæli en foreldrar þeirra telja. Sú umræða sem á sér stað í samfélaginu mótar þeirra viðhorf rétt eins og þeirra sem fullorðnir eru. Auk þess læra þau þá hegðun sem fyrir þeim er höfð. Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar reynt er að útkljá erfið mál á torgum fréttamiðlanna?Friðhelgi einkalífs barna Yfirleitt hafa fullorðnir þroska, þekkingu og dómgreind til að vara sig á áróðri og verja sig gegn ágangi fjölmiðla. Að sama skapi taka fullorðnir ákvörðun um hvort þeir vilji ræða við fjölmiðla eða ekki. Hið sama er ekki hægt að segja um börn. Þau eiga eftir að taka út þroska og þróa sína dómgreind og þekkingu og eru eðli málsins samkvæmt oft og tíðum berskjölduð. Því er vert að velta því fyrir sér hvort friðhelgi einkalífs barna sé nógu vel varin af lögum og reglum sem eiga að vernda börn fyrir ágangi og óæskilegum skilaboðum fjölmiðla. Fjölmiðlar skipa stóran sess í lífi fólks og hafa þeir einnig sínar siðareglur. En stundum vilja þær gleymast þegar kemur að markaðssetningu og þeim hraða sem tæknin býður upp á.Ábyrgð foreldra Foreldrar eru helstu málsvarar barna sinna og bera höfuðábyrgð á að verja þau gegn ágangi hvers konar og áreiti. Hins vegar eru það stundum foreldrarnir sem bregðast og fara með einkamál barna sinna í fjölmiðla. Stundum er um örþrifaráð að ræða, t.d. þegar foreldrar upplifa mikið ranglæti og telja kerfið hafa brugðist. Því miður gerist það stundum. Þrátt fyrir það hefur barnið ekki forsendur til að meta hvort þetta sé því raunverulega fyrir bestu. Leita ætti allra leiða til að leysa málin á öðrum vettvangi og virða þar með rétt barnsins til friðhelgi einkalífs nú og til lengri tíma litið. Foreldrum ber einnig samkvæmt 94. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir því sem í þeirra valdi er að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því. Við viljum forða börnum frá klámi og ofbeldi en hvað með annað efni eins og staðalmyndir kynja, niðrandi viðhorf til minnihlutahópa og fleira? Hvernig getur samfélagið hjálpað foreldrum að sinna þessari skyldu sinni?Upplýsingar og ábyrgð iðnaðarins Foreldrar þurfa upplýsingar svo þeir geti sinnt skyldu sinni. Þegar kemur að kvikmyndum er ágætis fyrirkomulag viðhaft á IMDb.com þar sem foreldrar meta sjálfir efnið og geta skoðað umsagnir hverjir annarra. Gott væri að hafa sambærilegan vettvang t.d. á kvikmyndir.is. Einnig ber iðnaðurinn mikla ábyrgð og gott væri ef meira frumkvæði í þessum málum kæmi frá eigendum fjölmiðla og framleiðendum. Því miður eru staðlarnir oft of einfaldir og villandi upplýsingar og misræmi í aldursmerkingum. Fjölmiðlanefnd veitir hér mikilvægt aðhald og vert er að efla starf hennar. Einnig ættu forsvarsmenn helstu fjölmiðla; eigendur, rit- og fréttastjórar, að leggja höfuðáherslu á að unnið sé samkvæmt siðareglum og lögum, ekki hvað síst þegar kemur að umfjöllun um málefni einstaka barna.Verndum æskuna Lykilatriði við að vernda börn gegn skaðlegu efni og ágangi er að gera þau fær um að meta og greina fjölmiðlaefni og upplýsingar á gagnrýninn hátt og tileinka sér fjölþætta færni við að njóta efnis og nota það. Við þurfum í raun öll að tileinka okkur slíkt miðlalæsi. Iðnaðurinn og hið opinbera bera einnig mikla ábyrgð þegar kemur að vernd barna gegn skaðlegu efni og friðhelgi einkalífs þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti leiðarljós allra hlutaðeigandi að vera velferð barna. Börn eiga að fá að vera börn – í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðla er að veita upplýsingar og stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu í samfélaginu. Mikilvægt er að fjölmiðlar veiti raunsanna mynd af veruleikanum og axli sína ábyrgð gagnvart samfélaginu. En hvað er það sem greinir á milli hvort tiltekið efni á erindi við almenning eða ekki? Ættu málefni einstakra barna að vera til umfjöllunar? Hverjir eiga að vernda börn gegn skaðlegu efni?Börn fylgjast með Síðustu misserin hafa málefni tiltekinna skóla verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum landsins. Rætt hefur verið um einelti kennara, einelti barna gegn tilteknu barni, deilur foreldrahópa vegna eineltismála, prófstuld í unglingadeild tiltekins skóla og þar fram eftir götunum. Þessi fjölmiðlaumfjöllun fer ekki fram hjá börnunum okkar – þvert á móti. Nýjasta SAFT-rannsóknin frá árinu 2013 (SAFT er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi og stendur fyrir: Samfélag, fjölskylda og tækni) sýnir að börn eru upplýstari en foreldrar þeirra halda og skoða t.d. fréttasíður á netinu í meiri mæli en foreldrar þeirra telja. Sú umræða sem á sér stað í samfélaginu mótar þeirra viðhorf rétt eins og þeirra sem fullorðnir eru. Auk þess læra þau þá hegðun sem fyrir þeim er höfð. Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar reynt er að útkljá erfið mál á torgum fréttamiðlanna?Friðhelgi einkalífs barna Yfirleitt hafa fullorðnir þroska, þekkingu og dómgreind til að vara sig á áróðri og verja sig gegn ágangi fjölmiðla. Að sama skapi taka fullorðnir ákvörðun um hvort þeir vilji ræða við fjölmiðla eða ekki. Hið sama er ekki hægt að segja um börn. Þau eiga eftir að taka út þroska og þróa sína dómgreind og þekkingu og eru eðli málsins samkvæmt oft og tíðum berskjölduð. Því er vert að velta því fyrir sér hvort friðhelgi einkalífs barna sé nógu vel varin af lögum og reglum sem eiga að vernda börn fyrir ágangi og óæskilegum skilaboðum fjölmiðla. Fjölmiðlar skipa stóran sess í lífi fólks og hafa þeir einnig sínar siðareglur. En stundum vilja þær gleymast þegar kemur að markaðssetningu og þeim hraða sem tæknin býður upp á.Ábyrgð foreldra Foreldrar eru helstu málsvarar barna sinna og bera höfuðábyrgð á að verja þau gegn ágangi hvers konar og áreiti. Hins vegar eru það stundum foreldrarnir sem bregðast og fara með einkamál barna sinna í fjölmiðla. Stundum er um örþrifaráð að ræða, t.d. þegar foreldrar upplifa mikið ranglæti og telja kerfið hafa brugðist. Því miður gerist það stundum. Þrátt fyrir það hefur barnið ekki forsendur til að meta hvort þetta sé því raunverulega fyrir bestu. Leita ætti allra leiða til að leysa málin á öðrum vettvangi og virða þar með rétt barnsins til friðhelgi einkalífs nú og til lengri tíma litið. Foreldrum ber einnig samkvæmt 94. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir því sem í þeirra valdi er að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því. Við viljum forða börnum frá klámi og ofbeldi en hvað með annað efni eins og staðalmyndir kynja, niðrandi viðhorf til minnihlutahópa og fleira? Hvernig getur samfélagið hjálpað foreldrum að sinna þessari skyldu sinni?Upplýsingar og ábyrgð iðnaðarins Foreldrar þurfa upplýsingar svo þeir geti sinnt skyldu sinni. Þegar kemur að kvikmyndum er ágætis fyrirkomulag viðhaft á IMDb.com þar sem foreldrar meta sjálfir efnið og geta skoðað umsagnir hverjir annarra. Gott væri að hafa sambærilegan vettvang t.d. á kvikmyndir.is. Einnig ber iðnaðurinn mikla ábyrgð og gott væri ef meira frumkvæði í þessum málum kæmi frá eigendum fjölmiðla og framleiðendum. Því miður eru staðlarnir oft of einfaldir og villandi upplýsingar og misræmi í aldursmerkingum. Fjölmiðlanefnd veitir hér mikilvægt aðhald og vert er að efla starf hennar. Einnig ættu forsvarsmenn helstu fjölmiðla; eigendur, rit- og fréttastjórar, að leggja höfuðáherslu á að unnið sé samkvæmt siðareglum og lögum, ekki hvað síst þegar kemur að umfjöllun um málefni einstaka barna.Verndum æskuna Lykilatriði við að vernda börn gegn skaðlegu efni og ágangi er að gera þau fær um að meta og greina fjölmiðlaefni og upplýsingar á gagnrýninn hátt og tileinka sér fjölþætta færni við að njóta efnis og nota það. Við þurfum í raun öll að tileinka okkur slíkt miðlalæsi. Iðnaðurinn og hið opinbera bera einnig mikla ábyrgð þegar kemur að vernd barna gegn skaðlegu efni og friðhelgi einkalífs þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti leiðarljós allra hlutaðeigandi að vera velferð barna. Börn eiga að fá að vera börn – í friði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun