Úrelt nafnalög Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. júní 2014 06:00 Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun