Úrelt nafnalög Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. júní 2014 06:00 Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun