Dýrmætasta eignin Þorsteinn Pálsson skrifar 28. júní 2014 00:01 Yfirlit Fjármálaeftirlitsins, sem birt var í vikunni, um stöðu lífeyrissjóðanna á síðasta ári hrópar á skýra pólitíska framtíðarsýn. Það ákall hefur að sönnu hljómað lengi en verður hærra og hærra með hverju ári. Pólitíska andsvarið lætur hins vegar á sér standa. Óhætt er að staðhæfa að lífeyriskerfið sé einhver dýrmætasta eign samfélagsins. Það voru auðnuspor þegar fyrstu skrefin voru stigin til uppbyggingar á almennu lífeyriskerfi með sameiginlegri ábyrgð launafólks og atvinnufyrirtækja. Þar sem áður var mjór vísir er nú kerfi í hlutfalli við umfang þjóðarbúskaparins sem engin önnur þjóð, að Hollendingum fráskildum, getur státað af. Þjóðmálaumræðan er oft þversagnakennd. Segja má að hnútukast í garð lífeyrissjóðanna hafi aukist eftir því sem þeim hefur vaxið ásmegin. Og þá beina menn helst sjónum sínum að stjórnkerfi þeirra. Vitaskuld þurfa þeir aukið aðhald eftir því sem þeir verða umsvifameiri í þjóðarbúskapnum. En hinu mega menn ekki gleyma að það er einmitt þetta stjórnkerfi sem hefur fært samfélaginu þá dýrmætu eign sem sjóðirnir eru. Það er öfugsnúið að byrja á að breyta því sem vel hefur gefist. Hættumerkin sem eru fram undan lúta að stærstum hluta að pólitískum viðfangsefnum á þessu sviði. Það er þögnin um þau sem þarf að rjúfa. Þeim verður ekki sópað undir teppið endalaust án afleiðinga.Góð umsögn Aðrar ályktanir verða ekki dregnar af yfirliti Fjármálaeftirlitsins en að almennu lífeyrissjóðirnir sem ekki njóta opinberrar ábyrgðar standi ágætlega þrátt fyrir áföllin sem leiddu af hruninu. Þar kemur skýrt fram að tryggingafræðileg staða þeirra sjóða hefur batnað á undanförnum árum og er nú nálægt því að vera í jafnvægi. Raunávöxtun sjóðanna í fyrra var vel yfir því ávöxtunarviðmiði sem er í gildi. Athyglisvert er að tíu ára meðaltal, sem inniheldur tapið í hruninu, sýnir að ávöxtun á því tímabili fullnægir ávöxtunarviðmiðinu. Þetta eru umtalsverð tíðindi, sem ástæða er til að fagna. Vandamálin snúa fyrst og fremst að lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Tryggingafræðileg staða þeirra var neikvæð um sex hundruð milljarða króna. Þetta er vandi sem snýr beint að skattgreiðendum. Þeir eiga ekki aðeins rétt á að vita hver framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar er heldur einnig hverjar hugmyndir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa til lausnar. Annar pólitískur vandi sem fram kemur í yfirlitinu felst í því að nærri helmingur af verðbréfaeignum lífeyrissjóðanna er með ábyrgð ríkis eða sveitar félaga. Þótt ríkissjóður sé traustur skuldari þarf enga sérfræðinga í áhættustýringu til að sjá að þessi mikli áhættusamruni er umhugsunarefni. Skattborgararnir sem eiga réttindi í nútíð og framtíð í sjóðunum eru sjálfir í ábyrgð fyrir helmingi þeirra eigna sem réttindi þeirra hvíla á. Einnig á þessu sviði eiga skattborgararnir rétt á að heyra afstöðu stjórnmálaflokkanna til áhættudreifingar og hvernig þeir hyggjast bregðast við. Höftin eru vitaskuld kjarni vandans. Það er einfaldlega óábyrgt að halda þessum hættumerkjum fyrir utan almenna stjórnmálaumræðu.Vandi stjórnmálanna Um leið og sú krafa er gerð til stjórnmálaflokkanna að þeir komi með skýr svör við þessum stóru spurningum verður að viðurkenna að þetta eru einhverjar stærstu og erfiðustu spurningarnar sem þeir standa andspænis. Það þarf að fórna einhverju fyrir lausnirnar. Og það sem meira er: Fórnin kemur fyrst og ávinningurinn síðar. Það er pólitíska klípan. Hér kemur til kasta kjósendanna. Þeir þurfa að vera tilbúnir til þess að meðtaka og ræða þann boðskap sem byggir á langtímasjónarmiðum en ekki bara stundarhagsmunum. Það gerist hins vegar ekki sjálfkrafa. Til þess þarf forystu og sannfæringarkraft sem stjórnmálin verða að veita. Vinstri stjórnin lokaði augunum fyrir þessum tveimur vandamálum. Vonir voru bundnar við nýja ríkisstjórn en hún kaus að hafa sama hátt á í fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Ólíklegt er að nokkur ríkisstjórn hafi styrk til að taka á svo erfiðum málum á seinni hluta kjörtímabils. Eina færi núverandi stjórnar er því að kynna áform sín og áætlanir í næsta fjárlagafrumvarpi. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hefur aftur á móti þrengt möguleika hennar og jafnvel gert þá að engu. Það var annars vegar gert með því að útiloka eina af þeim leiðum sem Íslandi eru færar í peningamálum og gæti hugsanlega opnað möguleika fyrr en nú horfir á meiri áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Hins vegar með því að verja bankaskattinum í niðurgreiðslur á húsnæðisskuldum einstaklinga fremur en skuldum skattborgaranna þar á meðal vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er forgangsröðun af þessum toga sem þarf að draga inn í stjórnmálaumræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlit Fjármálaeftirlitsins, sem birt var í vikunni, um stöðu lífeyrissjóðanna á síðasta ári hrópar á skýra pólitíska framtíðarsýn. Það ákall hefur að sönnu hljómað lengi en verður hærra og hærra með hverju ári. Pólitíska andsvarið lætur hins vegar á sér standa. Óhætt er að staðhæfa að lífeyriskerfið sé einhver dýrmætasta eign samfélagsins. Það voru auðnuspor þegar fyrstu skrefin voru stigin til uppbyggingar á almennu lífeyriskerfi með sameiginlegri ábyrgð launafólks og atvinnufyrirtækja. Þar sem áður var mjór vísir er nú kerfi í hlutfalli við umfang þjóðarbúskaparins sem engin önnur þjóð, að Hollendingum fráskildum, getur státað af. Þjóðmálaumræðan er oft þversagnakennd. Segja má að hnútukast í garð lífeyrissjóðanna hafi aukist eftir því sem þeim hefur vaxið ásmegin. Og þá beina menn helst sjónum sínum að stjórnkerfi þeirra. Vitaskuld þurfa þeir aukið aðhald eftir því sem þeir verða umsvifameiri í þjóðarbúskapnum. En hinu mega menn ekki gleyma að það er einmitt þetta stjórnkerfi sem hefur fært samfélaginu þá dýrmætu eign sem sjóðirnir eru. Það er öfugsnúið að byrja á að breyta því sem vel hefur gefist. Hættumerkin sem eru fram undan lúta að stærstum hluta að pólitískum viðfangsefnum á þessu sviði. Það er þögnin um þau sem þarf að rjúfa. Þeim verður ekki sópað undir teppið endalaust án afleiðinga.Góð umsögn Aðrar ályktanir verða ekki dregnar af yfirliti Fjármálaeftirlitsins en að almennu lífeyrissjóðirnir sem ekki njóta opinberrar ábyrgðar standi ágætlega þrátt fyrir áföllin sem leiddu af hruninu. Þar kemur skýrt fram að tryggingafræðileg staða þeirra sjóða hefur batnað á undanförnum árum og er nú nálægt því að vera í jafnvægi. Raunávöxtun sjóðanna í fyrra var vel yfir því ávöxtunarviðmiði sem er í gildi. Athyglisvert er að tíu ára meðaltal, sem inniheldur tapið í hruninu, sýnir að ávöxtun á því tímabili fullnægir ávöxtunarviðmiðinu. Þetta eru umtalsverð tíðindi, sem ástæða er til að fagna. Vandamálin snúa fyrst og fremst að lífeyrissjóðum með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Tryggingafræðileg staða þeirra var neikvæð um sex hundruð milljarða króna. Þetta er vandi sem snýr beint að skattgreiðendum. Þeir eiga ekki aðeins rétt á að vita hver framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar er heldur einnig hverjar hugmyndir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa til lausnar. Annar pólitískur vandi sem fram kemur í yfirlitinu felst í því að nærri helmingur af verðbréfaeignum lífeyrissjóðanna er með ábyrgð ríkis eða sveitar félaga. Þótt ríkissjóður sé traustur skuldari þarf enga sérfræðinga í áhættustýringu til að sjá að þessi mikli áhættusamruni er umhugsunarefni. Skattborgararnir sem eiga réttindi í nútíð og framtíð í sjóðunum eru sjálfir í ábyrgð fyrir helmingi þeirra eigna sem réttindi þeirra hvíla á. Einnig á þessu sviði eiga skattborgararnir rétt á að heyra afstöðu stjórnmálaflokkanna til áhættudreifingar og hvernig þeir hyggjast bregðast við. Höftin eru vitaskuld kjarni vandans. Það er einfaldlega óábyrgt að halda þessum hættumerkjum fyrir utan almenna stjórnmálaumræðu.Vandi stjórnmálanna Um leið og sú krafa er gerð til stjórnmálaflokkanna að þeir komi með skýr svör við þessum stóru spurningum verður að viðurkenna að þetta eru einhverjar stærstu og erfiðustu spurningarnar sem þeir standa andspænis. Það þarf að fórna einhverju fyrir lausnirnar. Og það sem meira er: Fórnin kemur fyrst og ávinningurinn síðar. Það er pólitíska klípan. Hér kemur til kasta kjósendanna. Þeir þurfa að vera tilbúnir til þess að meðtaka og ræða þann boðskap sem byggir á langtímasjónarmiðum en ekki bara stundarhagsmunum. Það gerist hins vegar ekki sjálfkrafa. Til þess þarf forystu og sannfæringarkraft sem stjórnmálin verða að veita. Vinstri stjórnin lokaði augunum fyrir þessum tveimur vandamálum. Vonir voru bundnar við nýja ríkisstjórn en hún kaus að hafa sama hátt á í fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Ólíklegt er að nokkur ríkisstjórn hafi styrk til að taka á svo erfiðum málum á seinni hluta kjörtímabils. Eina færi núverandi stjórnar er því að kynna áform sín og áætlanir í næsta fjárlagafrumvarpi. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hefur aftur á móti þrengt möguleika hennar og jafnvel gert þá að engu. Það var annars vegar gert með því að útiloka eina af þeim leiðum sem Íslandi eru færar í peningamálum og gæti hugsanlega opnað möguleika fyrr en nú horfir á meiri áhættudreifingu lífeyrissjóðanna. Hins vegar með því að verja bankaskattinum í niðurgreiðslur á húsnæðisskuldum einstaklinga fremur en skuldum skattborgaranna þar á meðal vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er forgangsröðun af þessum toga sem þarf að draga inn í stjórnmálaumræðuna.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar