Leynd hvílir yfir mannúðinni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun