Útlent beikon sem engan drepur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2014 06:00 Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun