Um tíðindi í stjórnmálum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna?
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun