Leiðarahöfundur missir marks Þorsteinn Víglundsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun