Hólastóll og hundaþúfan Einar Benediktsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 1.365.790.000 : 326.340 Þetta eru nýjustu mannfjöldatölur Kína, 19% mannkynsins, og Íslands sem telur 0.0045% allra jarðarbúa. Kína skipar þar að sjálfsögðu fyrsta sæti en Ísland það 179da. Hugmyndir um samskipti þessa furðulega fríverslunarfélags býður okkur sýningu á nýjum þætti í þessu leikhúsi fáránleikans. ViðskiptaMogginn birtir þær fréttir 24. júlí, að kínverskir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitastjórn Glitnis. Til þeirrar sögu er nefndur sá banki sem nú er stærstur í heimi, Industrial and Commercial Bank of China (ICBC), með eignir yfir 2 trilljónir Bandaríkjadala, eigið fé um 154 milljarðar dollara, 405.354 starfsmenn og yfir 200 milljónir viðskiptavina í 18.000 útibúum og 106 dótturstofnunum erlendis. Sem meðeigandi í litla Íslandsbankanum okkar, myndi ICBC að sjálfsögðu ætla sér ráðandi stöðu en þær hugmyndir hafa reyndar komið upp varðandi íslensku lífeyrissjóðina. Nú er það athyglisvert, að eftir því sem almenningur er upplýstur, hafa vestrænir bankar ekki sýnt áhuga á kaupum í íslensku bönkunum. Sé það svo, mætti ætla að samkvæmt mati byggðu á hagnaði af venjulegri bankastarfsemi, sé ekki eftir miklu að slægjast á Íslandi, þótt það kunni vel að breytast við afléttingu gjaldeyrishaftanna. Vestrænir bankar lúta í engu pólitískri stefnu stjórnvalda gagnvart öðrum ríkjum og það gera að sjálfsögðu heldur ekki stórfyrirtæki, eins og áliðnaðurinn. Fjárfestingar hér á landi byggja einvörðungu á sjónarmiðum hagkvæmni; við njótum viðskiptafrelsis í Evrópusambandinu fyrir tilstilli EES-samningsins, bjóðum samkeppnisfært orkuverð, höfum á að skipa dugmiklu, velmenntuðu starfsfólki og ekki síst að við stöndum fast með nágrönnum okkar, vestrænum lýðræðisríkjum í varnar- og öryggismálum.Annarleg afneitun Hvað þessum heimsrisa, ICBC, kann að ganga til á Íslandi, verður að skoða í ljósi þess að um er að ræða banka í 100% eigu kínverska ríkisins. Og ef það er ekki bankagróði í okkar örlitla hagkerfi með ónýta mynt, sem þá rekur hingað yfir hálfan hnöttinn, hvað þá? Verður ekki að byrja á því að tala í hreinskilni um stefnu Kínverja á norðurslóðum, á Íslandi, á Grænlandi. Ég segi það blindni eða annarlega afneitun, að litið sé fram hjá því að langtímastefna Kína er nýting auðæfa með víðtækum námarekstri á Grænlandi, nýting olíu á hafsbotni eins og á Drekasvæðinu okkar. Þar gegnir Ísland sýnilega lykilhlutverki með risahöfn í Finnafirði vegna siglinga um norðausturleið heimskautsins, til að þjóna atvinnurekstri á Grænlandi og í olíuvinnslu við Austur-Grænland og á íslenska hluta Drekasvæðisins. Þar hefur kínverski olíurisinn CNOOC komist að í leitinni með 60% hlut en þar hið pínulitla Eykon með 2%. Getur verið að þar sé verið að tengja erlendan yfirgang minningu vinar míns, Eyjólfs Konráðs Jónssonar? CNOOC gekk um skeið erinda gróflegrar yfirráðastefnu sinna stjórnvalda gegn Víetnam í Suður-Kínahafi. Svo er það með þessa 405.354 starfsmenn ICBC, sem Wikipedia segir vera. Það gengur að kínverskir ferðamenn geri tíðreist hingað og því ætti kínverskur banki, orðinn hluthafi í Íslandsbanka, ekki að koma upp sumarhúsahverfi nyrðra með 1.000-2.000 húsum? Það er aldrei að vita, því Kínverjar gera stórt. Það má t.d. lesa að félag bandarískra fasteignasala segir að mikil sprenging hafi orðið í íbúðahúsakaupum Kínverja þar: um er að ræða 72% hækkun á 12 mánuðum til mars 2014 að upphæð 22 milljarðar Bandaríkjadala! Að lokum ber að nefna Finnafjörð. Í afar athyglisverðri grein í Fréttablaðinu 24. júlí spyr Haukur R. Hauksson í hvers þágu ætlunin sé að byggja höfn með allt að fimm kílómetra viðlegukanti í Finnafirði. Það er rúmlega tíföld stærð Sundahafnar og þreföld lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Áhugamenn þessa óskapnaðar í ósnortnum firði gætu þá rifjað upp hið fornkveðna til samanburðar við Sunnlendinga: Sitt er hvað Hólastóll og hundaþúfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
1.365.790.000 : 326.340 Þetta eru nýjustu mannfjöldatölur Kína, 19% mannkynsins, og Íslands sem telur 0.0045% allra jarðarbúa. Kína skipar þar að sjálfsögðu fyrsta sæti en Ísland það 179da. Hugmyndir um samskipti þessa furðulega fríverslunarfélags býður okkur sýningu á nýjum þætti í þessu leikhúsi fáránleikans. ViðskiptaMogginn birtir þær fréttir 24. júlí, að kínverskir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa hlut í Íslandsbanka af slitastjórn Glitnis. Til þeirrar sögu er nefndur sá banki sem nú er stærstur í heimi, Industrial and Commercial Bank of China (ICBC), með eignir yfir 2 trilljónir Bandaríkjadala, eigið fé um 154 milljarðar dollara, 405.354 starfsmenn og yfir 200 milljónir viðskiptavina í 18.000 útibúum og 106 dótturstofnunum erlendis. Sem meðeigandi í litla Íslandsbankanum okkar, myndi ICBC að sjálfsögðu ætla sér ráðandi stöðu en þær hugmyndir hafa reyndar komið upp varðandi íslensku lífeyrissjóðina. Nú er það athyglisvert, að eftir því sem almenningur er upplýstur, hafa vestrænir bankar ekki sýnt áhuga á kaupum í íslensku bönkunum. Sé það svo, mætti ætla að samkvæmt mati byggðu á hagnaði af venjulegri bankastarfsemi, sé ekki eftir miklu að slægjast á Íslandi, þótt það kunni vel að breytast við afléttingu gjaldeyrishaftanna. Vestrænir bankar lúta í engu pólitískri stefnu stjórnvalda gagnvart öðrum ríkjum og það gera að sjálfsögðu heldur ekki stórfyrirtæki, eins og áliðnaðurinn. Fjárfestingar hér á landi byggja einvörðungu á sjónarmiðum hagkvæmni; við njótum viðskiptafrelsis í Evrópusambandinu fyrir tilstilli EES-samningsins, bjóðum samkeppnisfært orkuverð, höfum á að skipa dugmiklu, velmenntuðu starfsfólki og ekki síst að við stöndum fast með nágrönnum okkar, vestrænum lýðræðisríkjum í varnar- og öryggismálum.Annarleg afneitun Hvað þessum heimsrisa, ICBC, kann að ganga til á Íslandi, verður að skoða í ljósi þess að um er að ræða banka í 100% eigu kínverska ríkisins. Og ef það er ekki bankagróði í okkar örlitla hagkerfi með ónýta mynt, sem þá rekur hingað yfir hálfan hnöttinn, hvað þá? Verður ekki að byrja á því að tala í hreinskilni um stefnu Kínverja á norðurslóðum, á Íslandi, á Grænlandi. Ég segi það blindni eða annarlega afneitun, að litið sé fram hjá því að langtímastefna Kína er nýting auðæfa með víðtækum námarekstri á Grænlandi, nýting olíu á hafsbotni eins og á Drekasvæðinu okkar. Þar gegnir Ísland sýnilega lykilhlutverki með risahöfn í Finnafirði vegna siglinga um norðausturleið heimskautsins, til að þjóna atvinnurekstri á Grænlandi og í olíuvinnslu við Austur-Grænland og á íslenska hluta Drekasvæðisins. Þar hefur kínverski olíurisinn CNOOC komist að í leitinni með 60% hlut en þar hið pínulitla Eykon með 2%. Getur verið að þar sé verið að tengja erlendan yfirgang minningu vinar míns, Eyjólfs Konráðs Jónssonar? CNOOC gekk um skeið erinda gróflegrar yfirráðastefnu sinna stjórnvalda gegn Víetnam í Suður-Kínahafi. Svo er það með þessa 405.354 starfsmenn ICBC, sem Wikipedia segir vera. Það gengur að kínverskir ferðamenn geri tíðreist hingað og því ætti kínverskur banki, orðinn hluthafi í Íslandsbanka, ekki að koma upp sumarhúsahverfi nyrðra með 1.000-2.000 húsum? Það er aldrei að vita, því Kínverjar gera stórt. Það má t.d. lesa að félag bandarískra fasteignasala segir að mikil sprenging hafi orðið í íbúðahúsakaupum Kínverja þar: um er að ræða 72% hækkun á 12 mánuðum til mars 2014 að upphæð 22 milljarðar Bandaríkjadala! Að lokum ber að nefna Finnafjörð. Í afar athyglisverðri grein í Fréttablaðinu 24. júlí spyr Haukur R. Hauksson í hvers þágu ætlunin sé að byggja höfn með allt að fimm kílómetra viðlegukanti í Finnafirði. Það er rúmlega tíföld stærð Sundahafnar og þreföld lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Áhugamenn þessa óskapnaðar í ósnortnum firði gætu þá rifjað upp hið fornkveðna til samanburðar við Sunnlendinga: Sitt er hvað Hólastóll og hundaþúfa.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun