Mikilvægari staða, meiri ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ný staða er uppi í öryggismálum Evrópu eftir innrás Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland. Eins og Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), ræddi í heimsókn sinni til Íslands í fyrradag, er ástæða til að óttast að Rússar horfi til fleiri ríkja en Úkraínu. Þeir eru líklegir til að vilja hindra með ýmsum ráðum að lönd, sem þeir telja að eigi að vera á sínu áhrifasvæði, efli bandalag sitt við vestræn ríki. Hið gamla landvarnahlutverk NATO er nú skyndilega í forgrunni á nýjan leik, eftir að Rússland breyttist á skömmum tíma úr samstarfsríki í andstæðing. Þetta hefur í för með sér breytingar á stöðu og ábyrgð Íslands í bandalaginu, eins og Fogh Rasmussen vék að. Líkt og hann nefndi á blaðamannafundi hefur mikilvægi staðsetningar Íslands í miðju Norður-Atlantshafinu aukizt á ný á síðustu árum vegna loftslagsbreytinga, sem munu leiða af sér meiri umferð og efnahagsleg umsvif á norðurslóðum. Árásargjarnari utanríkisstefna Rússlands, þar með talin endurhervæðing norðurhéraða landsins, þýðir líka að hernaðarlegt mikilvægi Íslands eykst á ný. Það er ekki þar með sagt að hér þurfi aftur að vera herlið á vegum bandalagsins; eins og framkvæmdastjórinn benti á er hægt að efla eftirlit með lofthelginni með skömmum fyrirvara. Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum. Þótt hið hefðbundna landvarnahlutverk vegi nú þyngra, þarf áfram að sinna „nýjum“ verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, íhlutun á átakasvæðum, leitar- og björgunarverkefnum og netvörnum. Staðan útheimtir aukin útgjöld til varnarmála, eftir samdrátt undanfarinna ára. Þar er Ísland engin undantekning. Anders Fogh Rasmussen skoraði á íslenzk stjórnvöld að leggja meira til sameiginlegra varna NATO og nefndi sérstaklega þátttöku Íslands í netvörnum og aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir bandalagsins. Þá benti hann á það augljósa; að með batnandi efnahag er Ísland betur í stakk búið að leggja fjárhagslega sitt af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsríkjanna. Það er nefnilega löngu liðin tíð að meginframlag Íslands til varna NATO felist í að leggja til aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Ísland verður að taka þátt í starfi bandalagsins með virkari hætti, þótt framlagið hljóti ávallt að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Framlag Íslands til eigin öryggis- og varnarmála, að viðbættu framlagi til NATO, er nokkur hundruð milljónir, hugsanlega á annan milljarð króna. Ef við miðuðum við að framlög til þessa málaflokks væru á bilinu 1-2 prósent af landsframleiðslu, eins og flest vestræn ríki gera, væru þau 18-36 milljarðar.Við getum alls ekki skorazt undan að auka framlag okkar til sameiginlegra varna vestrænna lýðræðisríkja á viðsjárverðum tímum. Viðbrögð ráðamanna í Fréttablaðinu í dag við áskorun framkvæmdastjóra NATO eru því rökrétt og jákvæð, en kannski ívið of varfærin. Auðvitað á Ísland að lýsa því skýrt yfir að það muni axla sína ábyrgð og taka fullan þátt í að efla Atlantshafsbandalagið þegar nýjar ógnir steðja að.
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun