Hefur unga fólkið ógeð á pólitík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun