Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísindaráð Almannavarna hefur komið reglulega saman um helgina til þess að fara yfir stöðuna. Flogið var að skjálftasvæðinu í gær til að setja þar niður mælitæki til þess að hægt væri að gera ítarlegri mælingar. Vísir/Baldur Hrafnkell Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands telur líkur á gosi í Bárðarbungu í Vatnajökli, eða þar í grennd, á næstunni. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu. Flogið var með jarðskjálftamæla upp á jökul í gær sem sendir Veðurstofunni gögn í rauntíma og grannt er fylgst með vatnsrennsli í Jökulsá á Fjöllum, við Upptyppinga. Auk þess er fylgst með svæðinu í gegnum vefmyndavél. GPS-mælingar á jöklinum sýndu rúmmálsbreytingar í gær. „Við teljum að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofunnar. Flestir skjálftarnir í jöklinum í gær mældust í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu, og Kristín segir það benda til þess kvika sé að brjóta sér leið upp á tveimur stöðum. Afleiðingar goss á þessum slóðum fara eftir því hvar gosið verður. „Ef gýs þar sem jökullinn er þykkastur, í öskjunni sjálfri, þar sem þykkt jökulsins er um 800 metrar gæti orðið mikið öskugos og mikið vatn myndi leysast úr læðingi,“ segir Kristín og útskýrir að þegar goskvika kemst í snertingu við vatn, tætist hún í sundur og verði að ösku. Kristín segir að gjósi þar sem þykkt jökulsins er um hundrað metrar yrðu afleiðingar allt aðrar og minni. „Það gæti líka gosið utan við jökulinn á Dyngjuhálsi. Ef gysi þar værum við að horfa upp á gos svipað því sem var á Fimmvörðuhálsi eða í Kröflu,“ segir Kristín og bætir við að ef gysi utan jökulsins yrði það nokkuð hefðbundið gos á sprungu, hraun myndi renna frá henni en það yrði ekki öskugos eins og gerist þegar gýs undir jökli. Ef að gýs undir jökli, getur skapast mikil flóðahætta. Matthew J. Roberts, verkefnisstjóri vatnaváreftirlits á Veðurstofunni, segir eins og Kristín að flóðahættan taki mið af því hvar myndi gjósa. Hann segir líklegast að flóð kæmi í Jökulsá á Fjöllum, það væri líklegra en að flóð kæmu í árnar að Fjallabaki. Matthew segir að frá því að gos hæfist og þangað til flóð kæmi í árnar myndu líða nokkrir klukkutímar. Hversu langur tími myndi líða færi eftir því hvar gosið kæmi upp. Aðgerðarstjórn Almannavarna á Húsavík var að störfum í gær. Þar var ákveðið að loka Gæsavatnaleið, Dyngjufjallaleið og vegaslóðum sem liggja að Herðubreiðarlindum. „Við teljum okkur hafa ágæta yfirsýn yfir hversu margir eru í skálum á svæðinu en teljum nauðsynlegt að takmarka umferð inn á svæðið næstu daga,“ segir Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík. Ef ná þarf sambandi við ferðamenn hafa Almannavarnir nokkrar leiðir til þess. Ein þeirra er að senda SMS skilaboð á alla þá sem eru innan skilgreinds hættusvæðis. Þá fá ferðamenn sem leita á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn um land allt upplýsingar um að hættuástand geti verið í aðsigi. Á vef Veðurstofunnar hefur eldstöðin á Bárðarbungu verið gulmerkt. Það þýðir að eldstöðin sýni merki um óvenjumikinn óróa og aukna virkni. Ef eldstöðin er merkt með appelsínugulu er talið að búast megi við eldgosi. Eins og menn muna fór flug víða um heim úr skorðum þegar gaus í Eyjafjallajökli. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hann viti ekki til þess að erlend flugfélög hafi spurt um yfirvofandi hættu á eldgosi í Vatnajökli. „Okkar menn eru í sambandi við vísindasamfélagið og fylgjast grannt með stöðu mála,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira