Aulahrollur mennskunnar Bjarni Karlsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun