Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Meginmarkmið Hvítbókar menntamálaráðherra er að 90% íslenskra barna nái lágmarksviðmiðum í lestri. Vísir/Getty „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
„Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira