Með hugann við hætturnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Bárðarbunga, eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands, hefur látið á sér kræla að undanförnu og átt sviðið í fréttum vikunnar. Gos í fjallinu eða nálægt því gæti framkallað gífurlegar hamfarir, sérstaklega ef gýs undir mörg hundruð metra þykkri jökulhettunni. Þá getur jökulhlaup frá fjallinu ógnað byggðum og mannvirkjum í mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Jarðvísindunum hefur fleygt svo fram að það er hægt að vakta eldfjall eins og Bárðarbungu margfalt betur en fyrir fáeinum árum, að ekki sé talað um á öldum áður, þegar engin leið var að vara fólk við eldsumbrotum. Það er því ekki líklegt að gos í Bárðarbungueldstöðinni komi okkur að óvörum og valdi til dæmis stórfelldu manntjóni. Samt er full þörf á að hafa varann á. Samfélag nútímans, með sínum samgöngu- og fjarskiptamannvirkjum, flugsamgöngum og svo framvegis, er á vissum sviðum viðkvæmara fyrir áhrifum náttúruhamfara en það var áður. Fréttablaðið fjallaði um það í gær að jarðhræringarnar við Bárðarbungu nú eru í raun framhald hrinu sem hófst árið 2007. Vorið 2010 var aftur talsverður órói í fjallinu og þá vöktu starfsmenn Almannavarna athygli á að ekki væri til sérstakt hættumat og viðbragðsáætlun vegna goss í Bárðarbungu, líkt og unnið hefði verið vegna Kötlu og Mýrdalsjökuls. Þá var sömuleiðis bent á að gos í Bárðarbungu gæti jafnvel orðið afdrifaríkara en gos í Eyjafjallajökli, sem þá var nýafstaðið, vegna hættu á hamfaraflóðum sem meðal annars gætu farið niður Jökulsá á Fjöllum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er hvorki hættumat né viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu tilbúið fjórum áður síðar. Málið er hins vegar í vinnslu sem hluti af víðtæku og heildstæðu hættumati vegna eldgosa, sem vinna hófst við árið 2011. Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í blaðinu að mikilvægast væri að vinnan væri hafin, þótt ekki hefði enn tekizt að ljúka hættumati fyrir Bárðarbungu. Framgangur og staða verkefnisins væri hins vegar „háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni“ og æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi. Þegar Fréttablaðið fjallaði um hættumatið sumarið 2012 kom fram að verkefnið myndi í heild kosta hundruð milljóna króna, en eingöngu var tryggt fé upp á einhverja tugi milljóna á ári næstu þrjú árin. Það er augljóslega mikilvægt verkefni að ljúka gerð hættumats og viðbragðsáætlana fyrir allar helztu eldstöðvar landsins. Við búum í hættulegu landi, þar sem náttúruöflin geta reglulega gert okkur verulega skráveifu. Það skiptir máli að hafa hugann við þessar hættur og vera viðbúin hamförunum til þess að þær valdi ekki meiri hættu eða tjóni en nauðsynlegt er. Fjárfesting í slíkum viðbúnaði getur skilað sér margfalt til baka. Það þarf að huga að henni til langs tíma, líka þegar þrengingar eru í ríkisfjármálum.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun