Af verðbólgu og verðbólguvæntingum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar