Sýn stjórnvalda í menntamálum, aftur til fortíðar Guðríður Arnardóttir og Ólafur Sigurjónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi?
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun