Höfuðborgin og hestamennskan Ágúst Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson skrifa 16. október 2014 07:00 Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar